

TENGJUMST SAMAN FYRIR BJARTARI FRAMTÍÐ

Hver erum við
Traustur Kjarni eru brautryðjandi félagasamtök sem hafa skuldbundið sig til að koma af stað
samfélagslegum breytingum í gegnum námskeið í Jafningjastuðningi IPS (Intentional Peer Support).
Tilgangur okkar er að efla jafningjastuðning innan 3. geirans og heilbrigðiskerfisins.
Í gegnum samstarf við fjölbreytt kerfi hlúum við að nýsköpun og tryggjum að aðferðir okkar séu í samræmi við gildi IPS.
Við tengjum einnig saman einstaklinga og styrkjum þá til að taka þátt í IPS námskeiðum, sem valdeflir þá í að byggja upp samfélög sem búa yfir seiglu og stuðla að andlegri vellíðan.
Vertu með okkur í að búa til
stuðningsnet sem umbreytir lífum og styrkir samfélög.

IPS jafningjastuðningur er öflugur rammi til að hugsa um og skapa umbreytandi sambönd.
Iðkendur læra að nota sambönd til að sjá líf sitt og sjálfsmynd frá nýjum sjónarhornum, þróa meiri meðvitund um persónuleg mynstur og tengslamynstur og styðja og ögra hver öðrum í að prófa nýja hluti.
IPS er notað um allan heim í mismunandi aðstæðum, allt frá jafningja reknum prógrömmum til hefðbundinnar þjónustu fyrir fólk. Við sprettum úr sögu grasrótarvalkosta sem leggja áherslu á að byggja upp tengsl sem eru gagnkvæm, rannsakandi og meðvituð um vald, mismunun og kúgun.
Hafðu samband til að vita meira og fá upplýsingar um væntanleg námskeið.

